Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. september 2019 14:54 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingflokksfundarins í Valhöll í dag. Hann situr á milli þeirra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, sem gegnir stöðu dómsmálaráðherra, og Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns, sem talinn er líklegur arftaki Þórdísar í dómsmálaráðuneytinu. vísir/vilhelm Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála. Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála.
Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00