Orðin ein og sér duga ekki Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 5. september 2019 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun