Dorian hefur valdið mikilli eyðileggingu og mannskaða á Bahamaeyjum og stefnir nú að austurströnd Bandaríkjanna. Í myndbandi sem Hvíta húsið sendi frá sér í dag vegna fellibyljarsins sást Trump með kort sem sýndi spá um leið Dorian. Kortið var merkt Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna.
Einhver virðist hins vegar hafa átt við kortið með svörtum tússpenna til að framlengja mögulega braut fellibyljarins þannig að hún næði inn á suðausturhorn Alabama. Washington Post segir að spár Fellibyljastofnunarinnar hafi aldrei sýnt Alabama á mögulegri braut Dorian. CNN hefur eftir veðurfræðingum stöðvarinnar að ein spá þeirra hafi sýnt möguleika á að Dorian náði til lítils hluta einnar sýslu í Alabama en það kort hafi verið alls ólíkt því sem forsetinn sýndi.
Hvorki Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) sem Fellibyljamiðstöðin heyrir undir né Hvíta húsið vildu svara spurningum um uppákomuna í dag. Þegar Trump var spurður út í kortið og breytingarnar á því á viðburði í Hvíta húsinu í dag var einnig fátt um svör.
„Ég veit það ekki, ég veit það ekki,“ svaraði Trump spurður að því hvort einhver hefði krotað inn á kortið. Fullyrti hann engu að síður ranglega án frekari rökstuðnings að spálíkön hefðu gefið „95% líkur“ á að fellibylurinn næði til Albama. Hélt hann því einnig ranglega fram að Alabama hefði verið í upphaflegri veðurspánni.
WATCH: Asked about the #sharpie-doctored @NWS map from earlier today, @realDonaldTrump repeats his lie about Alabama having been in Hurricane #Dorian's path (it wasn't).
— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) September 4, 2019
Asked again about the sharpie marks, all he can say is “I don't know, I don't know, I don't know.” pic.twitter.com/4VgbFDjp8X
In addition to Florida - South Carolina, North Carolina, Georgia, and Alabama, will most likely be hit (much) harder than anticipated. Looking like one of the largest hurricanes ever. Already category 5. BE CAREFUL! GOD BLESS EVERYONE!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 1, 2019
Alabama will NOT see any impacts from #Dorian. We repeat, no impacts from Hurricane #Dorian will be felt across Alabama. The system will remain too far east. #alwx
— NWS Birmingham (@NWSBirmingham) September 1, 2019
Uppfært 23:00 Trump forseti tísti öðru korti í kvöld sem hann fullyrti að væri upprunaleg spá um leið Dorian og að næstum því allar niðurstöður líkana sýndu hann fara inn í Alabama. Kortið sjálft sýndi hins vegar að aðeins örfáar niðurstöður líkana bentu til þess að fellibylurinn næði til Alabama. Það virðist koma frá Vatnsumsjónarsvæði Flórída. Neðst á kortinu er letraður fyrirvari um að viðvaranir Veðurstofu Bandaríkjanna komi í staðinn fyrir spána og að ekki ætti að taka mark á henni umfram opinberar spár. Komi upp ruglingur beri að hunsa spána.
This was the originally projected path of the Hurricane in its early stages. As you can see, almost all models predicted it to go through Florida also hitting Georgia and Alabama. I accept the Fake News apologies! pic.twitter.com/0uCT0Qvyo6
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2019