Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2019 21:07 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. VÍSIR/ANTON Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36
Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent