Novator og Hilmar fjárfesta í bresku tölvuleikjafyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 4. september 2019 07:45 Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fréttablaðið/GVA Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur