Samgönguráðherra endurskoði hug sinn gagnvart Leifsstöð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. september 2019 07:00 Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun