Fyrsti þáttur af Óminni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 18:45 Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fyrsti þátturinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst hann klukkan 19:25. Í fyrsta þætti er fjallað um hvernig misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. Til að taka upp neysluna og vímuefnin fengum við að heimsækja nokkra einstaklinga í virkri neyslu og taka upp ólögleg vímuefni í haldi lögreglunnar. „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í morgun. Óminni Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fyrsti þátturinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst hann klukkan 19:25. Í fyrsta þætti er fjallað um hvernig misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. Til að taka upp neysluna og vímuefnin fengum við að heimsækja nokkra einstaklinga í virkri neyslu og taka upp ólögleg vímuefni í haldi lögreglunnar. „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í morgun.
Óminni Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein