Fyrsti þáttur af Óminni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 18:45 Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fyrsti þátturinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst hann klukkan 19:25. Í fyrsta þætti er fjallað um hvernig misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. Til að taka upp neysluna og vímuefnin fengum við að heimsækja nokkra einstaklinga í virkri neyslu og taka upp ólögleg vímuefni í haldi lögreglunnar. „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í morgun. Óminni Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fyrsti þátturinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst hann klukkan 19:25. Í fyrsta þætti er fjallað um hvernig misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. Til að taka upp neysluna og vímuefnin fengum við að heimsækja nokkra einstaklinga í virkri neyslu og taka upp ólögleg vímuefni í haldi lögreglunnar. „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í morgun.
Óminni Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira