Hinn þrítugi Alexis Sanchez er nú kominn til ítalska félagsins Internazionale á láni frá Manchester United en enska liðið þarf samt að greiða meirihluta mjög hárra launa hans.
Alexis Sanchez var búinn að vera í nítján mánuði á Old Trafford en skoraði bara 5 mörk í 45 leikjum og var fyrir löngu kominn ofan í frystikistu hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær.
„Ég er mjög ánægður með að hafa farið í Manchester United,“ sagði Alexis Sanchez við breska ríkisútvarpið en launatékka upp á 400 þúsund á pund á viku, 611 milljón króna, hjálpaði honum örugglega að gera tímann bærilegri.
Alexis Sanchez says he did not get enough playing time to be successful at #MUFC.
More: https://t.co/hkssSwt9Ccpic.twitter.com/6T2F8W5rOm
— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019
„Ég hef alltaf sagt það. Þetta er félagið sem hefur unnið mest á England. Það var frábært að fara til Arsenal á sínum tíma og ég var ánægður þar. United var hins vegar að vaxa á þessum tíma og þeir voru að kaupa leikmenn til að vinna titla. Ég vildi ganga til liðs við þá og vinna allt. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað,“ sagði Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez skoraði aðeins 2 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en stóð sig vel með landsliði Síle í sumar.
„Ég er svo hamingjusamur þegar ég spila fyrir landsliðið mitt. Ég var hamingjusamur hjá Manchester United líka en ég sagði alltaf við vini mína: Ég vil fá að spila,“ sagði Sanchez.
„Ef þeir leyfðu mér að spila þá reyndi ég mitt besta. Stundum spilaði ég í 60 mínútur en fékk síðan ekkert að spila í næsta leik án þess að vita af hverju,“ sagði Sanchez. Hann segir að blaðamaðurinn verði að spyrja yfirmenn sína hjá Manchester United meira út í það af hverju hann var settur út í kuldann.
Þeir sem sáu Sanchez spila fyrir Manchester United gætu reyndar haft sína skoðun á því líka. Hann var bara allt annar leikmaður en þegar hann skoraði 80 mörk í 166 leikjum fyrir Arsenal.