Icardi kemur fyrst um sinn á lánssamningi frá Inter þar sem hann hefur verið út í kuldanum en PSG borgar fimm milljónir evra fyrir lánssamninginn.
Þeim býðst svo að kaupa hann á 65 milljónir evra næsta sumar en Icardi var meðal annars fyrirliði Inter áður en hann var settur í frystikistuna á síðustu leiktíð.
pic.twitter.com/w36n97EmU1
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 2, 2019
PSG gerði svo markvarðaskipti við Real Madrid. Þeir keyptu Keylor Navas og skrifaði hann undir fjögurra ára samning.
Í hina áttina fór hins vegar Alphonse Areola á láni til Real Madrid út leiktíðina.
#ICICESTPARISpic.twitter.com/f6e1fjTtg9
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 2, 2019