Átroðningur í Námafjalli sérstaklega áberandi í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 14:45 Greinilegur slóði hefur myndast í hlíð Námafjalls fyrir ofan hverasvæðið. Myndin var tekin 21. ágúst. Vísir/Kjartan Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira