FH og Val er spáð sigri í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt á Grand Hótel í dag.
Nýliðum HK og Fjölnis er spáð falli í Olís-deild karla. Í Olís-deild kvenna er nýliðum Aftureldingar spáð áttunda og neðsta sætinu.
Þór Ak. og FH er spáð sigri í Grill 66 deildunum.
FH fékk 378 stig í spánni í Olís-deild karla. Mest var hægt að fá 399 stig. Valur fékk 370 stig í 2. sæti. Íslandsmeisturum Selfoss er spáð 5. sæti. Selfyssingar fengu 268 stig í spánni.
Í Olís-deild kvenna fékk Valur 167 stig, tíu stigum meira en Fram. Valur vann alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili.
Tímabilið hefst formlega annað kvöld þegar Valur og Fram mætast í Meistarakeppni HSÍ kvenna. Degi síðar mætast Selfoss og FH í Meistarakeppni HSÍ karla. Báðir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport.
Upphitunarþáttur Seinni bylgjunnar fyrir Olís-deild karla er á dagskrá á fimmtudag. Upphitunarþáttur um Olís-deild kvenna er svo á dagskrá þann 12. september.
Keppni í Olís-deild karla hefst á með tveimur leikjum á sunnudaginn. Olís-deild kvenna hefst með þremur leikjum laugardaginn 14. september.
Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamannaOlís-deild karla
1. FH - 378 stig
2. Valur - 370 stig
3. ÍBV - 331 stig
4. Haukar - 322 stig
5. Selfoss - 268 stig
6. Afturelding - 245 stig
7. Stjarnan - 224 stig
8. ÍR - 200 stig
9. KA - 165 stig
10. Fram - 125 stig
11. HK - 97 stig
12. Fjölnir - 83 stig
Olís-deild kvenna
1. Valur - 167 stig
2. Fram - 157 stig
3. Stjarnan - 111 stig
4. ÍBV - 108 stig
5. Haukar - 98 stig
6. KA/Þór - 89 stig
7. HK - 74 stig
8. Afturelding - 60 stig
Grill 66 deild karla
1. Þór Ak. - 141 stig
2. Grótta - 125 stig
3. Víkingur - 115 stig
4. Valur U - 103 stig
5. Þróttur - 90 stig
6. Haukar U - 88 stig
7. FH U - 68 stig
8. KA U - 54 stig
9. Fjölnir U - 50 stig
10. Stjarnan U - 46 stig
Grill 66 deild kvenna
1. FH - 205 stig
2. Selfoss - 194 stig
3. Valur U - 191 stig
4. ÍR - 174 stig
5. Fram U - 170 stig
6. Grótta - 156 stig
7. Fjölnir - 151 stig
8. Fylkir - 119 stig
9. Stjarnan U - 109 stig
10. HK U - 96 stig
11. Víkingur - 80 stig
12. ÍBV U - 71 stig
