Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 2. september 2019 07:23 Dorian hóf innreið sína yfir Bahamaeyjar í gær. Frá Freeport á Grand Bahama-eyju. AP/Ramon Espinosa Fellibylurinn Dorian, sem skall á Bahamaeyjum síðdegis í gær er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjarnar frá því mælingar hófust. Stormurinn var á fimmta stigi þegar hann gekk yfir eyjarnar og tættust þök af húsum og flóð hafa fylgt í kjölfarið. Veðrið mun í dag ganga yfir stærstu eyju eyjaklasans, Grand Bahama. Vindhraðinn hefur verið viðvarandi allt að 79 metrar á sekúndu og vindhviður fara upp í 98 metra á sekúndu. Varað er við því að veðrið geti framkallað lífshættuleg sjávarflóð þannig að hæð sjávar rísi skyndilega um allt að sjö metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjarskipti við Bahamaeyjar liggja að miklu leyti niðri vegna hamfaranna og því hafa litlar fregnir borist af frekari eyðileggingu eða mögulegum mannskaða ennþá. AP-fréttastofan segir að embættismenn á Bahamaeyjum geri ráð fyrir að margir hafi misst heimili sín. Dorian færist nú hægt í vesturátt og er ekki búist við því að hann þokist frá Bahamaeyjum fyrr en á aðfaranótt þriðjudags. Fellibylurinn gæti því næst gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna. Þegar hefur verið lýst yfir neyðarástandi með fram ströndum Flórída, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu.First video coming in from Bahamas after Dorian passed through and it's complete devastation https://t.co/8c91KTEBkU pic.twitter.com/LdvVQFstWY— WPLG Local 10 News (@WPLGLocal10) September 1, 2019 Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Fellibylurinn Dorian, sem skall á Bahamaeyjum síðdegis í gær er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjarnar frá því mælingar hófust. Stormurinn var á fimmta stigi þegar hann gekk yfir eyjarnar og tættust þök af húsum og flóð hafa fylgt í kjölfarið. Veðrið mun í dag ganga yfir stærstu eyju eyjaklasans, Grand Bahama. Vindhraðinn hefur verið viðvarandi allt að 79 metrar á sekúndu og vindhviður fara upp í 98 metra á sekúndu. Varað er við því að veðrið geti framkallað lífshættuleg sjávarflóð þannig að hæð sjávar rísi skyndilega um allt að sjö metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjarskipti við Bahamaeyjar liggja að miklu leyti niðri vegna hamfaranna og því hafa litlar fregnir borist af frekari eyðileggingu eða mögulegum mannskaða ennþá. AP-fréttastofan segir að embættismenn á Bahamaeyjum geri ráð fyrir að margir hafi misst heimili sín. Dorian færist nú hægt í vesturátt og er ekki búist við því að hann þokist frá Bahamaeyjum fyrr en á aðfaranótt þriðjudags. Fellibylurinn gæti því næst gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna. Þegar hefur verið lýst yfir neyðarástandi með fram ströndum Flórída, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu.First video coming in from Bahamas after Dorian passed through and it's complete devastation https://t.co/8c91KTEBkU pic.twitter.com/LdvVQFstWY— WPLG Local 10 News (@WPLGLocal10) September 1, 2019
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00