Svarar eftirspurn frá fólki í fæðingarorlofi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. september 2019 07:15 Boðið verður upp á hollan mat fyrir alla fjölskylduna. Fréttablaðið/Valli „Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
„Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira