Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2019 06:15 Mikilvægt er að stöðva losun kolefnis með endurheimt jarðvegs og auka skógrækt til að binda kolefni. Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira