Nýsköpun á niðurleið eftir aukningu eftirhrunsáranna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. september 2019 07:15 Magnús Þór Torfason, lektor við Háskóla Íslands, stóð að rannsókninni auk Wesley Sine. Fréttablaðið/Vilhelm Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira