Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2019 22:00 Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian. Vísir/Sigurjón Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 120 lönd hafa skrifað undir samkomulag um þátttöku Kínverja í innviðaframkvæmdum og telur sendiherra Kína, Ísland passa fullkomlega í innviðaverkefnið Belti og braut. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Er það byggt á hinni fornu Silkileið en Belti stendur fyrir landleiðir en braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, segir verkefnið snúast í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. „Á undanförnum rúmum sex árum höfum við séð mikla framþróun. Við höfum undirritað tvíhliða samninga við rúmlega 120 ríki, við næstum 30 alþjóðasamtök, og þarna eru 17 Evrópuríki,“ segir Zhijian.Hér má sjá Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Xi Jiping, forseta Kína, á Belti og braut-ráðstefnunni sem haldin var í Kína í apríl síðastliðnum. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af innreið Rússa og Kínverja á Norðurslóðir.Vísir/GettyÁvinningurinn sé mikill fyrir þátttökuþjóðir. Zhijian segir Ísland passa vel inn í Belti og braut vegna staðsetningar landsins og komi til greina sem miðstöð flutninga ef Kínverjar ná að þróa nýja Silkileið um Norðurskautið. Þannig yrði hægt að stytta sjóleiðina frá Asíu til Evrópu úr 40 í 20 daga. Kæmi sú leið í stað þess að þurfa að sigla í gegnum Súes- og Panamaskurðina. „Samkvæmt opinberum upplýsingum er íslenska ríkisstjórnin opin fyrir þeirri hugmynd að undirrita þessa viljayfirlýsingu á viðeigandi tíma í framtíðinni. Við vonumst til að Ísland taki þátt í þessu framtaksverkefni,“ segir Zhijian. Á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvaða framkvæmdir það yrðu en helst yrði horft til hafna og flugvalla. Ekki sé skilyrði að undirgangast alla skilmála verkefnisins, Ísland geti gert samninga um einstök verkefni líkt og Finnar. Er Finnar með í bígerð að bora neðansjávargöng frá Helsinki til Tallin og að leggja járnbraut frá finnsku borginni Rovaniemi til norska bæjarins Kirkens. Bæði Kínverjar og Evrópusambandið koma að þeim verkefnum.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins.Vísir/GettyMike Pence varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins. Greindi Reuters frá því að Pence ætli að ræða innrásir Rússa og Kínverjar inn á norðurslóðir í heimsókn sinni. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á norðurslóðum og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja á svæðið. Hefur Bandaríkjaher áformað sjö milljarða króna í mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Í maí síðastliðnum tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráði en á flokksráðsfundi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem var haldinn um helgina, var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á Norðurslóðum mótmælt einróma. Zhijian segir Kína vilja stuðla að heimsfriði og enginn hafi hag af vígbúnaðarkapphlaupi á Norðurslóðum. „Við höfum ekkert á móti þróun tvíhliðatengsla á milli Íslands og Bandaríkjanna en við vonum að hver meðlimur alþjóðanefndarinnar leggi sitt af mörgum til friðar og þróunar mannkynsins en ekki einstakra landa.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 120 lönd hafa skrifað undir samkomulag um þátttöku Kínverja í innviðaframkvæmdum og telur sendiherra Kína, Ísland passa fullkomlega í innviðaverkefnið Belti og braut. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Er það byggt á hinni fornu Silkileið en Belti stendur fyrir landleiðir en braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, segir verkefnið snúast í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. „Á undanförnum rúmum sex árum höfum við séð mikla framþróun. Við höfum undirritað tvíhliða samninga við rúmlega 120 ríki, við næstum 30 alþjóðasamtök, og þarna eru 17 Evrópuríki,“ segir Zhijian.Hér má sjá Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Xi Jiping, forseta Kína, á Belti og braut-ráðstefnunni sem haldin var í Kína í apríl síðastliðnum. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af innreið Rússa og Kínverja á Norðurslóðir.Vísir/GettyÁvinningurinn sé mikill fyrir þátttökuþjóðir. Zhijian segir Ísland passa vel inn í Belti og braut vegna staðsetningar landsins og komi til greina sem miðstöð flutninga ef Kínverjar ná að þróa nýja Silkileið um Norðurskautið. Þannig yrði hægt að stytta sjóleiðina frá Asíu til Evrópu úr 40 í 20 daga. Kæmi sú leið í stað þess að þurfa að sigla í gegnum Súes- og Panamaskurðina. „Samkvæmt opinberum upplýsingum er íslenska ríkisstjórnin opin fyrir þeirri hugmynd að undirrita þessa viljayfirlýsingu á viðeigandi tíma í framtíðinni. Við vonumst til að Ísland taki þátt í þessu framtaksverkefni,“ segir Zhijian. Á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvaða framkvæmdir það yrðu en helst yrði horft til hafna og flugvalla. Ekki sé skilyrði að undirgangast alla skilmála verkefnisins, Ísland geti gert samninga um einstök verkefni líkt og Finnar. Er Finnar með í bígerð að bora neðansjávargöng frá Helsinki til Tallin og að leggja járnbraut frá finnsku borginni Rovaniemi til norska bæjarins Kirkens. Bæði Kínverjar og Evrópusambandið koma að þeim verkefnum.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins.Vísir/GettyMike Pence varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins. Greindi Reuters frá því að Pence ætli að ræða innrásir Rússa og Kínverjar inn á norðurslóðir í heimsókn sinni. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á norðurslóðum og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja á svæðið. Hefur Bandaríkjaher áformað sjö milljarða króna í mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Í maí síðastliðnum tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráði en á flokksráðsfundi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem var haldinn um helgina, var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á Norðurslóðum mótmælt einróma. Zhijian segir Kína vilja stuðla að heimsfriði og enginn hafi hag af vígbúnaðarkapphlaupi á Norðurslóðum. „Við höfum ekkert á móti þróun tvíhliðatengsla á milli Íslands og Bandaríkjanna en við vonum að hver meðlimur alþjóðanefndarinnar leggi sitt af mörgum til friðar og þróunar mannkynsins en ekki einstakra landa.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira