Það eru þau Hanna Sigga Unnarsdóttir , sem er frá Blönduósi og Ólafur Finnur Guðmarsson, sem er frá Stóra Hofi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og eru nýflutt á Selfoss, sem opnuðu nýju verslunina sína klukkan 13:00 í dag við Austurveg 65 á Selfossi rétt hjá húsnæði Mjólkurbús Flóamanna þar sem A4 var áður til húsa.
„Verslunin heitir Heimilið og jóli, við verðum með gjavavörur fyrir heimilin og jólavörur. Þetta var bara hugmynd, sem kveiknaði hjá okkur þegar við fluttum á Selfoss, það vantaði jólavörubúð hérna, Óli er svo mikið jólabarn, þannig að það varð eitthvað að gera“, segir Hanna Sigga.

„Já, viðbrögðin, sem við erum búin að fá eru frábær. Við erum búin að vera hér og setja upp búðina og fólk er að koma bankandi á hurðina og kíkir inn ef við erum með opið. Það eru allir, sem hlakka til og eru mjög jákvæðir og erup spenntir að koma við þegar við opnum“.