Ummæli Gylfa um Icelandair „ógætileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2019 16:48 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að ummæli nefndarmanns peningastefnunefndar í morgun hafa verið ógætileg. Vísir/JKJ Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, að leita upplýsinga hjá Icelandair Group í stað þess að láta „ógætileg“ ummæli falla um stöðu félagsins, að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Ólíkt því sem hagfræðiprófessorinn lét í veðri vaka á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun standi Icelandair vel hvað lausafé og eigið fé varðar. Staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd á fundinum í morgun og bað Gylfi fundarmenn að fylgjast með stöðu flugfélagsins. Jafnframt velti prófessorinn upp spurningunni hvenær, eftir áföll síðustu missera, eiginfjárstaða Icelandair væri komin á hættulegt stig.Sjá einnig: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing„Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reiknið fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig,“ spurði Gylfi.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar.vísir/vilhelmFundurinn var opinn fjölmiðlum og var sjónvarpað beint frá honum, bæði á vef Alþingis og Vísis. Ummæli prófessorsins séu því einkar ógætileg að mati Boga, sem segir í samtali við Fréttablaðið Gylfa og aðra „sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn.“ Bogi segir Gylfa ekki hafa falast eftir upplýsingu um stöðu Icelandair í aðdraganda fundarins, sem hefði eðlilegra að mati forstjórans. Þannig segist Bogi ekki vita hvaða greiningu Gylfi gerði áður en prófessorinn „setti þetta fram með þessum hætti,“ eins og Bogi kemst að orði við Fréttablaðið. Þvert á móti standi Icelandair Group sterkt gagnvart áföllum að sögn Boga, ekki síst vegna stefnu félagsins um að búa ætíð að sterkri lausa- og eiginfjárstöðu. „Við fylgjum þessari stefnu markvisst og í lok júní vorum við með tæplega 30 milljarða króna í lausafé, að meðtöldum óádregnum lánalínum, og yfir 50 milljarða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður,“ segir Bogi við Fréttablaðið. Bréf í Icelandair Group féllu um 3,25 prósent í dag í 70 milljón króna viðskiptum. Hvort hinum „óvarlegu“ ummælum Gylfa Zoëga eða áframhaldandi áhyggjum af þróun olíuverðs, sem höfðu áhrif á gengi bréfanna í upphafi vikunnar, sé um að kenna verður þó ósagt látið.Upptöku af fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun má sjá hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, að leita upplýsinga hjá Icelandair Group í stað þess að láta „ógætileg“ ummæli falla um stöðu félagsins, að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Ólíkt því sem hagfræðiprófessorinn lét í veðri vaka á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun standi Icelandair vel hvað lausafé og eigið fé varðar. Staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd á fundinum í morgun og bað Gylfi fundarmenn að fylgjast með stöðu flugfélagsins. Jafnframt velti prófessorinn upp spurningunni hvenær, eftir áföll síðustu missera, eiginfjárstaða Icelandair væri komin á hættulegt stig.Sjá einnig: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing„Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reiknið fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig,“ spurði Gylfi.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar.vísir/vilhelmFundurinn var opinn fjölmiðlum og var sjónvarpað beint frá honum, bæði á vef Alþingis og Vísis. Ummæli prófessorsins séu því einkar ógætileg að mati Boga, sem segir í samtali við Fréttablaðið Gylfa og aðra „sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn.“ Bogi segir Gylfa ekki hafa falast eftir upplýsingu um stöðu Icelandair í aðdraganda fundarins, sem hefði eðlilegra að mati forstjórans. Þannig segist Bogi ekki vita hvaða greiningu Gylfi gerði áður en prófessorinn „setti þetta fram með þessum hætti,“ eins og Bogi kemst að orði við Fréttablaðið. Þvert á móti standi Icelandair Group sterkt gagnvart áföllum að sögn Boga, ekki síst vegna stefnu félagsins um að búa ætíð að sterkri lausa- og eiginfjárstöðu. „Við fylgjum þessari stefnu markvisst og í lok júní vorum við með tæplega 30 milljarða króna í lausafé, að meðtöldum óádregnum lánalínum, og yfir 50 milljarða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður,“ segir Bogi við Fréttablaðið. Bréf í Icelandair Group féllu um 3,25 prósent í dag í 70 milljón króna viðskiptum. Hvort hinum „óvarlegu“ ummælum Gylfa Zoëga eða áframhaldandi áhyggjum af þróun olíuverðs, sem höfðu áhrif á gengi bréfanna í upphafi vikunnar, sé um að kenna verður þó ósagt látið.Upptöku af fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun má sjá hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45
Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00