Sinnir ekki lögbundnum skyldum vegna manneklu Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2019 07:48 Lagning nýrra raflína krefst umhverfismats. Hér sést raforkuflutningskerfi Landsnets við Hellisheiðarvirkjun í Hverahlíð. Fréttablaðið/GVA Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira