Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir Björn Þorfinnsson skrifar 19. september 2019 06:15 Eiríkur baðst einn afsökunar á umfjöllun sinni um málið. Fréttablaðið/Valli Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira