Hægri stjórn sest að völdum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2019 20:11 Formenn stjórnarflokkanna þriggja. Fyrir miðju situr lögmaðurinn Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, til vinstri er Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, og til hægri er Jenis av Rana, formaður Miðflokksins. Mynd/Kringvarp Færeyja. Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona. Myndir af nýju ráðherrunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Stjórnarskiptin í Færeyjum eru rökrétt afleiðing þingkosninganna fyrir hálfum mánuði þar sem fráfarandi vinstri stjórn missti meirihluta sinn og hafa flokkarnir þrír, sem áður sátu í stjórnarandstöðu, nú formlega tekið við völdum.Bárður á Steig Nielsen er nýr lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, fráfarandi lögmaður og formaður Javnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, fráfarandi sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins.Mynd/Kringvarp Færeyja.Formaður Sambandsflokksins, Bárður á Steig Nielsen, er nýr lögmaður Færeyja. Formaður Fólkaflokksins, Jørgens Niclasen, er varalögmaður og fjármálaráðherra, og formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra. Á fundi Lögþingsins var Jógvan á Lakjuni frá Fólkaflokknum kjörinn nýr þingforseti, jafnframt því sem stjórnarsáttmálinn og ráðherrarnir voru kynntir. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn fá þrjá ráðherra hvor en Miðflokkurinn einn ráðherra.Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra, til hægri, er eina konan í nýrri landsstjórn Færeyja.Mynd/Kringvarp Færeyja.Jacob Vestergaard er nýr sjávarútvegsráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra, en hann var lögmaður Færeyja um sjö ára skeið, frá 2008 til 2015, Helgi Abrahamsen fer með atvinnu- og umhverfismálin en eina konan í nýju landsstjórninni er Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01 Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15 Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona. Myndir af nýju ráðherrunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Stjórnarskiptin í Færeyjum eru rökrétt afleiðing þingkosninganna fyrir hálfum mánuði þar sem fráfarandi vinstri stjórn missti meirihluta sinn og hafa flokkarnir þrír, sem áður sátu í stjórnarandstöðu, nú formlega tekið við völdum.Bárður á Steig Nielsen er nýr lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, fráfarandi lögmaður og formaður Javnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, fráfarandi sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins.Mynd/Kringvarp Færeyja.Formaður Sambandsflokksins, Bárður á Steig Nielsen, er nýr lögmaður Færeyja. Formaður Fólkaflokksins, Jørgens Niclasen, er varalögmaður og fjármálaráðherra, og formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra. Á fundi Lögþingsins var Jógvan á Lakjuni frá Fólkaflokknum kjörinn nýr þingforseti, jafnframt því sem stjórnarsáttmálinn og ráðherrarnir voru kynntir. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn fá þrjá ráðherra hvor en Miðflokkurinn einn ráðherra.Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra, til hægri, er eina konan í nýrri landsstjórn Færeyja.Mynd/Kringvarp Færeyja.Jacob Vestergaard er nýr sjávarútvegsráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra, en hann var lögmaður Færeyja um sjö ára skeið, frá 2008 til 2015, Helgi Abrahamsen fer með atvinnu- og umhverfismálin en eina konan í nýju landsstjórninni er Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01 Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15 Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01
Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50
Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15
Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18