Ellefu afrísk knattspyrnusambönd á FIFA-ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 17:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, með Veron Mosengo Omba, fulltrúa FIFA. Mynd/KSÍ Forsetar ellefu knattspyrnusambanda í Austur Afríku sóttu ráðstefnu í vikunni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusambandið segir frá ráðstefnunni á heimasíðu sinni í dag og þar er einnig viðtal við fulltrúa FIFA á henni. Ráðstefnan, sem er skipulögð af FIFA, var fyrir CECAFA, svæðissamband Austur Afríku. Markmið hennar er að koma á samskiptum um þróun knattspyrnunnar almennt, hvort sem það tengist yfirstjórnun eða þjálfunaraðferðum fyrir leikmenn og þjálfara. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri til að læra af KSÍ, ásamt því að deila þeirra reynslu með KSÍ. „KSÍ er knattspyrnusamband í landi með aðeins um 330.000 íbúa. Veðrið hér gerir það að verkum að ekki er hægt að spila knattspyrnu úti allt árið, en samt hefur landið náð ótrúlegum árangri,“ sagði Veron Mosengo Omba, fulltrúi FIFA, við KSÍ en hann segir að Ísland hafi verið valið í ljósi smæðar þess og árangurs á undanförnum árum: Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá ellefu þjóðum í Austur Afríku. Forsetar knattspyrnusambanda Rúanda, Suður Súdan, Sómalíu, Erítreu, Tansaníu, Búrúndí, Djíbútí, Kenýa, Úganda, Eþíópíu og Súdan mættu allir á fundinn. Nicholas Kithuku, forseti knattspyrnusambands Kenýa, segir að margt sé hægt að læra af íslenskri knattspyrnu: „Maður fyllist innblæstri við það að sjá hvað KSÍ hefur gert og hversu hugmyndaríkt samband það er. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu margir taka þátt í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar. Ísland er stór þjóð með fátt fólk. Það sem Knattspyrnusamband Kenýa tekur frá fundinum er að gera fleiru fólki kleift að taka þátt í knattspyrnunni og stækka grunn okkar fyrir árangur framtíðarinnar. Kærar þakkir fyrir allt,“ sagði Nicholas Kithuku. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði þetta að segja um mikilvægi fundarins fyrir knattspyrnusambandið: „Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að taka á móti formönnum Afríkuríkjanna, ásamt fulltrúum FIFA, til þess að kynna þeim uppbyggingu okkar á íslenskum fótbolta. Má segja að þetta sé viðurkenning fyrir okkur að Ísland sé valið í þetta verkefni og endurspeglar það góða starf sem unnið er hér á landi og hefur vakið heimsathygli. Við eigum að reyna að láta gott af okkur leiða í þessum efnum, sem öðrum, ef við getum og við sjáum fyrir okkur framhald á verkefnum sem þessum,“ sagði Guðni Bergsson við fréttaritara heimasíðu KSÍ. FIFA KSÍ Reykjavík Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Sjá meira
Forsetar ellefu knattspyrnusambanda í Austur Afríku sóttu ráðstefnu í vikunni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusambandið segir frá ráðstefnunni á heimasíðu sinni í dag og þar er einnig viðtal við fulltrúa FIFA á henni. Ráðstefnan, sem er skipulögð af FIFA, var fyrir CECAFA, svæðissamband Austur Afríku. Markmið hennar er að koma á samskiptum um þróun knattspyrnunnar almennt, hvort sem það tengist yfirstjórnun eða þjálfunaraðferðum fyrir leikmenn og þjálfara. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri til að læra af KSÍ, ásamt því að deila þeirra reynslu með KSÍ. „KSÍ er knattspyrnusamband í landi með aðeins um 330.000 íbúa. Veðrið hér gerir það að verkum að ekki er hægt að spila knattspyrnu úti allt árið, en samt hefur landið náð ótrúlegum árangri,“ sagði Veron Mosengo Omba, fulltrúi FIFA, við KSÍ en hann segir að Ísland hafi verið valið í ljósi smæðar þess og árangurs á undanförnum árum: Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá ellefu þjóðum í Austur Afríku. Forsetar knattspyrnusambanda Rúanda, Suður Súdan, Sómalíu, Erítreu, Tansaníu, Búrúndí, Djíbútí, Kenýa, Úganda, Eþíópíu og Súdan mættu allir á fundinn. Nicholas Kithuku, forseti knattspyrnusambands Kenýa, segir að margt sé hægt að læra af íslenskri knattspyrnu: „Maður fyllist innblæstri við það að sjá hvað KSÍ hefur gert og hversu hugmyndaríkt samband það er. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu margir taka þátt í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar. Ísland er stór þjóð með fátt fólk. Það sem Knattspyrnusamband Kenýa tekur frá fundinum er að gera fleiru fólki kleift að taka þátt í knattspyrnunni og stækka grunn okkar fyrir árangur framtíðarinnar. Kærar þakkir fyrir allt,“ sagði Nicholas Kithuku. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði þetta að segja um mikilvægi fundarins fyrir knattspyrnusambandið: „Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að taka á móti formönnum Afríkuríkjanna, ásamt fulltrúum FIFA, til þess að kynna þeim uppbyggingu okkar á íslenskum fótbolta. Má segja að þetta sé viðurkenning fyrir okkur að Ísland sé valið í þetta verkefni og endurspeglar það góða starf sem unnið er hér á landi og hefur vakið heimsathygli. Við eigum að reyna að láta gott af okkur leiða í þessum efnum, sem öðrum, ef við getum og við sjáum fyrir okkur framhald á verkefnum sem þessum,“ sagði Guðni Bergsson við fréttaritara heimasíðu KSÍ.
FIFA KSÍ Reykjavík Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Sjá meira