Meðal þess sem Morgan og Ronaldo ræddu um voru nauðgunarásakanir en Portúgalinn var sakaður um nauðgun á hinni bandarísku Kathryn Morgan á hótelherbergi árið 2009.
Að endingu var málið svo fellt niður, Ronaldo til mikillar gleði, en hann hefur ekki opnað sig mikið um þetta. Hann gerði það þó í gær:
„Tilfinningar mínar voru í spilunum og það er erfitt,“ sagði Ronaldo og ljóst að þetta liggur enn þungt á honum.
„Þú ert með kærustu, fjölskyldu og börn. Þegar þetta er gert er það slæmt og erfitt.“
Cristiano Ronaldo interview LIVE: Piers Morgan quizzes football icon in emotional TV chathttps://t.co/Us7zufOQompic.twitter.com/fe4w5k19vw
— GWP DIGITAL (@DigitalGwp) September 17, 2019
„Einn daginn var ég heima í stofunni með kærustu minni og svo voru fréttirnar að tala um Cristiano Ronaldo hitt og þetta. Ég heyrði svo börnin koma niður stigann og varð að skipta um stöð.“
„Ég varð vandræðalegur og mér leið illa út af þessu,“ sagði Ronaldo.
Nánari fréttir verða fluttar af viðtalinu á Vísi í dag.