Vonarglæta í vonleysinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 08:00 Útþensla ríkisvaldsins á undanförnum árum er áfellisdómur yfir þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana. Ríkisútgjöldin aukast ár frá ári, reglugerðir margfaldast og eftirlitsstofnanir þenjast út. Á sama tíma hafa opinberir starfsmenn leitt launaþróun á vinnumarkaði. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta helstu mælikvarðarnir á árangur þeirra stjórnmálamanna sem tala fyrir öflugu atvinnulífi. Þróunin á síðustu árum vekur óhjákvæmilega spurningar um hvort forysta flokksins sem talar hvað mest um markaðsfrelsi og minni ríkisafskipti hafi burði til að þess að glíma við stjórnkerfið. Kerfið er hannað til þess að þenjast út vegna þess að það grundvallast á því að ávinningur dreifist á fáa en kostnaður á marga. Kostnaðurinn við fyrirhugaðar niðurgreiðslur á einkareknum fjölmiðlarekstri mun kannski nema um 1.500 krónum á hvern landsmann. Það tekur því varla að kynna sér áformin og hvað þá andæfa þeim. Ávinningurinn fyrir hvern fjölmiðil nemur hins vegar allt að 50 milljónum króna. Kemur því ekki á óvart að sumir fjölmiðlar hafi notað vettvanginn sem þeir hafa til að mála dökka mynd af stöðu íslenskrar fjölmiðlunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þrýstingurinn kemur úr öllum áttum, bæði frá ríkisstofnunum og atvinnulífinu. Hönnunargalli kerfisins leiðir til þess að allir reyna að lifa á kostnað annarra. Því er stærsta pólitíska prófraun þeirra stjórnmálamanna, sem vilja stuðla að öflugu atvinnulífi, sú að spyrna á móti öllum þeim kröftum sem verka í áttina að auknum umsvifum ríkisins. Það er heljarinnar prófraun sem krefst staðfestu og leiðtogahæfni. Á síðustu árum hefur enginn staðist þessa prófraun sem er grafalvarlegt í ljósi þess að sífellt erfiðara verður að snúa þróuninni við. En í vonleysinu er ein vonarglæta og hana má finna í Íslandspósti þar sem nýr forstjóri er í meiriháttar tiltekt. Þar hefur 12 prósentum starfsmanna verið sagt upp og óskyldur rekstur settur í sölu. Forstjórinn virðist starfa eftir allt öðrum lögmálum en hinir ríkisforstjórarnir og má ætla að hann hafi fengið skýr tilmæli frá ráðherra um að hagræða í rekstrinum. Líklega voru þau skýrari en tilmæli stjórnvalda um launakjör æðstu stjórnenda sem stjórnir ríkisfyrirtækja hafa hunsað. Hvort Íslandspóstur verði fordæmi eða einsdæmi á hins vegar eftir að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Útþensla ríkisvaldsins á undanförnum árum er áfellisdómur yfir þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana. Ríkisútgjöldin aukast ár frá ári, reglugerðir margfaldast og eftirlitsstofnanir þenjast út. Á sama tíma hafa opinberir starfsmenn leitt launaþróun á vinnumarkaði. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta helstu mælikvarðarnir á árangur þeirra stjórnmálamanna sem tala fyrir öflugu atvinnulífi. Þróunin á síðustu árum vekur óhjákvæmilega spurningar um hvort forysta flokksins sem talar hvað mest um markaðsfrelsi og minni ríkisafskipti hafi burði til að þess að glíma við stjórnkerfið. Kerfið er hannað til þess að þenjast út vegna þess að það grundvallast á því að ávinningur dreifist á fáa en kostnaður á marga. Kostnaðurinn við fyrirhugaðar niðurgreiðslur á einkareknum fjölmiðlarekstri mun kannski nema um 1.500 krónum á hvern landsmann. Það tekur því varla að kynna sér áformin og hvað þá andæfa þeim. Ávinningurinn fyrir hvern fjölmiðil nemur hins vegar allt að 50 milljónum króna. Kemur því ekki á óvart að sumir fjölmiðlar hafi notað vettvanginn sem þeir hafa til að mála dökka mynd af stöðu íslenskrar fjölmiðlunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þrýstingurinn kemur úr öllum áttum, bæði frá ríkisstofnunum og atvinnulífinu. Hönnunargalli kerfisins leiðir til þess að allir reyna að lifa á kostnað annarra. Því er stærsta pólitíska prófraun þeirra stjórnmálamanna, sem vilja stuðla að öflugu atvinnulífi, sú að spyrna á móti öllum þeim kröftum sem verka í áttina að auknum umsvifum ríkisins. Það er heljarinnar prófraun sem krefst staðfestu og leiðtogahæfni. Á síðustu árum hefur enginn staðist þessa prófraun sem er grafalvarlegt í ljósi þess að sífellt erfiðara verður að snúa þróuninni við. En í vonleysinu er ein vonarglæta og hana má finna í Íslandspósti þar sem nýr forstjóri er í meiriháttar tiltekt. Þar hefur 12 prósentum starfsmanna verið sagt upp og óskyldur rekstur settur í sölu. Forstjórinn virðist starfa eftir allt öðrum lögmálum en hinir ríkisforstjórarnir og má ætla að hann hafi fengið skýr tilmæli frá ráðherra um að hagræða í rekstrinum. Líklega voru þau skýrari en tilmæli stjórnvalda um launakjör æðstu stjórnenda sem stjórnir ríkisfyrirtækja hafa hunsað. Hvort Íslandspóstur verði fordæmi eða einsdæmi á hins vegar eftir að koma í ljós.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar