Ítalska félagið Cagliari þarf ekki að sæta refsingar vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna í garð Romelu Lukaku eftir rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins.
Þegar Lukaku gerði sig tilbúinn í að taka vítaspyrnu kölluðu stuðningsmenn heimaliðsins meint kynþáttaníð í átt að Lukaku en samkvæmt íþróttadómara á vegum Seria A var ekki nóg af sönnunargögnum til þess að refsa Cagliari.
Félagið þarf hins vegar að borga 5 þúsund evrur í sekt fyrir að kasta plastflöskum inn á völlinn þegar liðið spilaði við Parma á sunnudag.
Þetta er í þriðja skipti sem Cagliari hefur setið rannsókn fyrir kynþáttaníð.
Cagliari ekki refsað fyrir kynþáttaníð

Tengdar fréttir

Áttræður ítalskur sjónvarpsmaður í bann fyrir ummæli sín um Romelu Lukaku
Rassísk ummæli um Romelu Lukaku kostuðu ítalskan knattspyrnuspeking starfið sitt um helgina.