Gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 14:17 Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent