„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2019 13:59 Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir. Fréttablaðið/Eyþór Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maður sem greindi frá því að hann hefði sé blæðandi mann koma frá sjoppunni sagðist „hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur nú fyrir ákæru á hendur Árna Gils fyrir tilraun til manndráps öðru sinni. Hann var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir það og fleiri brot árið 2017 en Hæstiréttur sendi manndrápstilraunarmálið aftur heim í hérað vegna annmarka sem hann taldi á meðferð héraðsdóms á því. Árni og maðurinn sem varð fyrir stungusári á höfði gáfu afar ólíka lýsingu á atvikunum í morgun. Þannig hélt Árni því fram að maðurinn hefði veist að sér með hníf við sjoppuna og að hann hafi þurft að verja líf sitt fyrir honum. Meint fórnarlambið sagði Árna aftur á móti hafa fyrst ráðist á sig. Hnífurinn hafi mögulega fallið úr buxnavasa hans þar sem Árni hafi náð honum. Hann hafi síðan fundið fyrir þungu höggi aftan á höfuðið og síðan séð Árna með hnífinn í höndunum. Átökin áttu sér stað þegar Árni kom að sjoppunni til að hitta vinkonu sína sem var þar með meinta fórnarlambi árásarinnar. Árni var þá á bíl konunnar og með hund hennar.Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst í morgun.Vísir/VilhelmSagði slæma hugmynd að taka hnífinn með Framburður vitna sem tengdust málsaðilum var nokkuð á reiki. Karlmaður á miðjum aldri sem var með vinkonu Árna og manninum sem varð fyrir stungusári í íbúð í Jórufelli sagði að maðurinn hafði sjálfur farið með hnífinn út til móts við Árna. Síðar hafi meinta fórnarlambið sagt honum að hann hefði misst hnífinn, Árni náð honum og ráðist á hann. Húsráðandi í íbúðinni, frænka vinkonu Árna, sagðist hafa verið sofandi þegar átökin áttu sér stað. Hún hafi vitað af deilum á milli Árna og frænku hennar. Maðurinn sem hlaut stungusárið hafi farið vinkonu Árna út til að hitta hann. Hann hafi sagst ætla að taka með sér hníf en húsráðandi hafi sagt það slæma hugmynd. Eftir á hafi maðurinn sagt henni að hnífurinn hefði dottið upp úr vasa og Árni hefði slegið hann í höfuðið með honum. Sagðist húsráðandinn ekki muna hvaða sögu frænka sín hefði sagt af átökunum. Tvö vitni, þar á meðal maður sem Árni bar vitni um að hafa lent í átökum skömmu fyrir atvikið við Leifasjoppu, forfölluðust og komu ekki fyrir dóminn í dag.Árni Gils var sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn og er málið nú aftur til meðferðar í héraði.Vísir/VilhelmÍbúar í Breiðholti lýstu upplifun sinni Einnig gáfu skýrslu íbúar í íbúðum í grennd við Leifasjoppu. Ung stúlka í nærliggjandi íbúð sagðist hafa orðið vör við rifrildi við sjoppuna og hún hafi meðal annars tekið stutt myndskeið af því á samfélagsmiðlinum Snapchat. Hún hafi séð mann berja í bíl og rífast við stelpu. Annar maður hafi staðið þar nærri en hann hafi síðan farið að bíl við sjoppuna og beðið um handklæði þar sem hann hefði verið stunginn í höfuðið. Stúlkan bar að Árni hefði sagt hluti á borð við „af hverju ertu með honum? Af hverju kemurðu ekki með mér?“ þegar hann reifst við stelpuna. Áður hafði Árni borið að konan væri æskuvinkona en að þau hefðu á köflum átt í kynferðislegu sambandi. Sagðist stúlkan ekki hafa séð neinn með hníf og ekki orðið vitni að átökum. Þá kom fyrir dóminn maður sem bjó í Jórufelli við sjoppuna og sagðist hafa séð mann hlaupandi fram hjá með tusku um hausinn, greinilega blæðandi. Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, spurði vitnið út í ósamræmi við upphaflegan framburð í málinu. Þá hafi maðurinn borið um að hann hefði séð mann með hníf. Bar vitnið því við að það væri illa haldið af athyglisbresti og myndi því atburðina illa. Líklega hafi hann munað atburðina betur í upphaflegri skýrslu þegar skemmra var frá þeim. Sagðist maðurinn ekki hafa séð neinn annan á staðnum en honum hafi virst fólk vera við sjoppuna. Blæðandi maðurinn hafi horfið fyrir horn og hann hafi ekki séð neitt meira. „Maður er alveg hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu,“ sagði íbúinn. Dómsmál Mál Árna Gils Reykjavík Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira
Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maður sem greindi frá því að hann hefði sé blæðandi mann koma frá sjoppunni sagðist „hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur nú fyrir ákæru á hendur Árna Gils fyrir tilraun til manndráps öðru sinni. Hann var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir það og fleiri brot árið 2017 en Hæstiréttur sendi manndrápstilraunarmálið aftur heim í hérað vegna annmarka sem hann taldi á meðferð héraðsdóms á því. Árni og maðurinn sem varð fyrir stungusári á höfði gáfu afar ólíka lýsingu á atvikunum í morgun. Þannig hélt Árni því fram að maðurinn hefði veist að sér með hníf við sjoppuna og að hann hafi þurft að verja líf sitt fyrir honum. Meint fórnarlambið sagði Árna aftur á móti hafa fyrst ráðist á sig. Hnífurinn hafi mögulega fallið úr buxnavasa hans þar sem Árni hafi náð honum. Hann hafi síðan fundið fyrir þungu höggi aftan á höfuðið og síðan séð Árna með hnífinn í höndunum. Átökin áttu sér stað þegar Árni kom að sjoppunni til að hitta vinkonu sína sem var þar með meinta fórnarlambi árásarinnar. Árni var þá á bíl konunnar og með hund hennar.Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst í morgun.Vísir/VilhelmSagði slæma hugmynd að taka hnífinn með Framburður vitna sem tengdust málsaðilum var nokkuð á reiki. Karlmaður á miðjum aldri sem var með vinkonu Árna og manninum sem varð fyrir stungusári í íbúð í Jórufelli sagði að maðurinn hafði sjálfur farið með hnífinn út til móts við Árna. Síðar hafi meinta fórnarlambið sagt honum að hann hefði misst hnífinn, Árni náð honum og ráðist á hann. Húsráðandi í íbúðinni, frænka vinkonu Árna, sagðist hafa verið sofandi þegar átökin áttu sér stað. Hún hafi vitað af deilum á milli Árna og frænku hennar. Maðurinn sem hlaut stungusárið hafi farið vinkonu Árna út til að hitta hann. Hann hafi sagst ætla að taka með sér hníf en húsráðandi hafi sagt það slæma hugmynd. Eftir á hafi maðurinn sagt henni að hnífurinn hefði dottið upp úr vasa og Árni hefði slegið hann í höfuðið með honum. Sagðist húsráðandinn ekki muna hvaða sögu frænka sín hefði sagt af átökunum. Tvö vitni, þar á meðal maður sem Árni bar vitni um að hafa lent í átökum skömmu fyrir atvikið við Leifasjoppu, forfölluðust og komu ekki fyrir dóminn í dag.Árni Gils var sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn og er málið nú aftur til meðferðar í héraði.Vísir/VilhelmÍbúar í Breiðholti lýstu upplifun sinni Einnig gáfu skýrslu íbúar í íbúðum í grennd við Leifasjoppu. Ung stúlka í nærliggjandi íbúð sagðist hafa orðið vör við rifrildi við sjoppuna og hún hafi meðal annars tekið stutt myndskeið af því á samfélagsmiðlinum Snapchat. Hún hafi séð mann berja í bíl og rífast við stelpu. Annar maður hafi staðið þar nærri en hann hafi síðan farið að bíl við sjoppuna og beðið um handklæði þar sem hann hefði verið stunginn í höfuðið. Stúlkan bar að Árni hefði sagt hluti á borð við „af hverju ertu með honum? Af hverju kemurðu ekki með mér?“ þegar hann reifst við stelpuna. Áður hafði Árni borið að konan væri æskuvinkona en að þau hefðu á köflum átt í kynferðislegu sambandi. Sagðist stúlkan ekki hafa séð neinn með hníf og ekki orðið vitni að átökum. Þá kom fyrir dóminn maður sem bjó í Jórufelli við sjoppuna og sagðist hafa séð mann hlaupandi fram hjá með tusku um hausinn, greinilega blæðandi. Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, spurði vitnið út í ósamræmi við upphaflegan framburð í málinu. Þá hafi maðurinn borið um að hann hefði séð mann með hníf. Bar vitnið því við að það væri illa haldið af athyglisbresti og myndi því atburðina illa. Líklega hafi hann munað atburðina betur í upphaflegri skýrslu þegar skemmra var frá þeim. Sagðist maðurinn ekki hafa séð neinn annan á staðnum en honum hafi virst fólk vera við sjoppuna. Blæðandi maðurinn hafi horfið fyrir horn og hann hafi ekki séð neitt meira. „Maður er alveg hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu,“ sagði íbúinn.
Dómsmál Mál Árna Gils Reykjavík Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00