Eru sjúklingar ekki fólk? Gauti Grétarsson skrifar 17. september 2019 07:00 Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða út sjúkraþjálfun. Markmiðið er að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu. Gott og vel. Útboðsgögnin eru komin. En dokum aðeins við. Hvergi er talað um sjúklingana sem til okkar koma eða hvaða sjúkdóma þeir eru með. Útboðsgögnin hljóma eins og verið sé að bjóða út samgöngur á Íslandi; verktakinn þarf að hafa próf á skurðgröfu og hafa gott vald á íslensku. Það á að kaupa af verktakanum 20, 30 eða 60 mínútur og hann þarf að sitja í skurðgröfunni allan tímann. Sama verð er hvort sem verið er að byggja brú, göng í gegnum fjall, veg á sléttlendi eða veg yfir fjallveg. Það myndi enginn verktaki á skurðgröfu sætta sig við svona vinnubrögð. Það gengur ekki heldur að bjóða út sjúklinga eða sjúklingahópa á þennan hátt. Eigum við að bjóða í verk í sjúkraþjálfun fyrir 1.500 einstaklinga með krabbamein, 800 sjúklinga sem farið hafa í liðskiptaaðgerð, 1.000 sjúklinga sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, 1.500 manns sem bíða eftir að komast á elli- eða hjúkrunarheimili, 500 börn með þroskafrávik, 1.500 einstaklinga í framhalds- og háskólum með vöðvabólgu í herðum og hálsi vegna þess hve lengi þau sitja skökk við tölvurnar, 1.000 einstaklinga sem lent hafa í bílslysum og aðra 1.000 með MS, Alzheimer og Parkinson? Þetta er raunveruleikinn í umhverfi sjúkraþjálfara. Við erum fagfólk í heilbrigðisþjónustu. Til að komast í nám í sjúkraþjálfun þarf ungt fólk að þreyta samkeppnispróf. Þar þarf að sýna fram á afburða þekkingu, meðal annars í líffræði, eðlisfræði og félagsfræði auk þess að sýna ákveðna hæfileika í samskiptum. Sjálfur er ég með sérhæfða framhaldsmenntun og rúmlega 30 ára starfsreynslu. Það á svo að bjóða mér að gera tilboð í meðferðir á fólki af holdi og blóði þar sem talað er um sjúklinga eins og þeir séu vegir eða brýr.Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða út sjúkraþjálfun. Markmiðið er að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu. Gott og vel. Útboðsgögnin eru komin. En dokum aðeins við. Hvergi er talað um sjúklingana sem til okkar koma eða hvaða sjúkdóma þeir eru með. Útboðsgögnin hljóma eins og verið sé að bjóða út samgöngur á Íslandi; verktakinn þarf að hafa próf á skurðgröfu og hafa gott vald á íslensku. Það á að kaupa af verktakanum 20, 30 eða 60 mínútur og hann þarf að sitja í skurðgröfunni allan tímann. Sama verð er hvort sem verið er að byggja brú, göng í gegnum fjall, veg á sléttlendi eða veg yfir fjallveg. Það myndi enginn verktaki á skurðgröfu sætta sig við svona vinnubrögð. Það gengur ekki heldur að bjóða út sjúklinga eða sjúklingahópa á þennan hátt. Eigum við að bjóða í verk í sjúkraþjálfun fyrir 1.500 einstaklinga með krabbamein, 800 sjúklinga sem farið hafa í liðskiptaaðgerð, 1.000 sjúklinga sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, 1.500 manns sem bíða eftir að komast á elli- eða hjúkrunarheimili, 500 börn með þroskafrávik, 1.500 einstaklinga í framhalds- og háskólum með vöðvabólgu í herðum og hálsi vegna þess hve lengi þau sitja skökk við tölvurnar, 1.000 einstaklinga sem lent hafa í bílslysum og aðra 1.000 með MS, Alzheimer og Parkinson? Þetta er raunveruleikinn í umhverfi sjúkraþjálfara. Við erum fagfólk í heilbrigðisþjónustu. Til að komast í nám í sjúkraþjálfun þarf ungt fólk að þreyta samkeppnispróf. Þar þarf að sýna fram á afburða þekkingu, meðal annars í líffræði, eðlisfræði og félagsfræði auk þess að sýna ákveðna hæfileika í samskiptum. Sjálfur er ég með sérhæfða framhaldsmenntun og rúmlega 30 ára starfsreynslu. Það á svo að bjóða mér að gera tilboð í meðferðir á fólki af holdi og blóði þar sem talað er um sjúklinga eins og þeir séu vegir eða brýr.Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar