Baulað á Johnson í Lúxemborg Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 16:52 Bettel tók einn við spurningum blaðamanna eftir að Johnson hætti við fundinn vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Vísir/EPA Forsvarsmönnum Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bar ekki saman um gang viðræðna þeirra um fyrirhugaða útgöngu Breta eða hver bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu varðandi hana eftir fundi þeirra í Lúxemborg í dag. Johnson hætti við blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna háværra mótmæla. Johnson fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Michel Barnier, aðalsamningamann ESB gagnvart Bretlandi, og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, í dag. Eftir fundina hélt Johnson því fram að nýr útgöngusamningur væri byrjaður að sjá dagsins ljós. „Já, það eru góðir möguleikar á samningi, já ég get séð móta fyrir því, allir sjá um það bil hvað er hægt að gera,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir fundina. Leiðtogar Evrópusambandsins sögðu aftur á móti að breski forsætisráðherrann hefði ekki lagt neitt nýtt fram, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nýjar tillögur um samninga þyrftu að vera í samræmi við samninginn sem breska þingið hefur hafnað í þrígang. Bettel lét Johnson heyra það á blaðamannafundi sem Johnson hætti við að taka þátt í vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Sagði hann að Johnson bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu og að hann hefði framtíð allra Breta í höndum sínum. „Þú getur ekki haldið framtíðinni í gíslingu fyrir flokkspólitíska hagsmuni,“ sagði Bettel. Reuters segir að mótmælendurnir hafi meðal annars verið breskir eftirlaunaþegar búsettir í Lúxemborg. Þeir hafi heyrst hrópa „fasisti“, „stöðvið valdaránið, segið sannleikann“ og „Skammastu þín, Boris“ að Johnson. Eftir á bar Johnson því við að það hefði verið ósanngjarnt gagnvart Bettel að hann tæki þátt í blaðamannafundinum vegna mótmælendanna. Bettel tók engu að síður við spurningum blaðamanna við hlið auðs ræðupúlts þar sem Johnson átti að standa.“I don't think it would have been fair to the prime minister of Luxembourg"Boris Johnson explains why he did not take part in a press conference alongside Luxembourg PM Xavier Bettel saying "there was clearly going to be a lot of noise” from protesters https://t.co/IdVgyC8rBd pic.twitter.com/PcxlmXT2gO— BBC Politics (@BBCPolitics) September 16, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Lúxemborg Tengdar fréttir Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Forsvarsmönnum Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bar ekki saman um gang viðræðna þeirra um fyrirhugaða útgöngu Breta eða hver bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu varðandi hana eftir fundi þeirra í Lúxemborg í dag. Johnson hætti við blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna háværra mótmæla. Johnson fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Michel Barnier, aðalsamningamann ESB gagnvart Bretlandi, og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, í dag. Eftir fundina hélt Johnson því fram að nýr útgöngusamningur væri byrjaður að sjá dagsins ljós. „Já, það eru góðir möguleikar á samningi, já ég get séð móta fyrir því, allir sjá um það bil hvað er hægt að gera,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir fundina. Leiðtogar Evrópusambandsins sögðu aftur á móti að breski forsætisráðherrann hefði ekki lagt neitt nýtt fram, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nýjar tillögur um samninga þyrftu að vera í samræmi við samninginn sem breska þingið hefur hafnað í þrígang. Bettel lét Johnson heyra það á blaðamannafundi sem Johnson hætti við að taka þátt í vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Sagði hann að Johnson bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu og að hann hefði framtíð allra Breta í höndum sínum. „Þú getur ekki haldið framtíðinni í gíslingu fyrir flokkspólitíska hagsmuni,“ sagði Bettel. Reuters segir að mótmælendurnir hafi meðal annars verið breskir eftirlaunaþegar búsettir í Lúxemborg. Þeir hafi heyrst hrópa „fasisti“, „stöðvið valdaránið, segið sannleikann“ og „Skammastu þín, Boris“ að Johnson. Eftir á bar Johnson því við að það hefði verið ósanngjarnt gagnvart Bettel að hann tæki þátt í blaðamannafundinum vegna mótmælendanna. Bettel tók engu að síður við spurningum blaðamanna við hlið auðs ræðupúlts þar sem Johnson átti að standa.“I don't think it would have been fair to the prime minister of Luxembourg"Boris Johnson explains why he did not take part in a press conference alongside Luxembourg PM Xavier Bettel saying "there was clearly going to be a lot of noise” from protesters https://t.co/IdVgyC8rBd pic.twitter.com/PcxlmXT2gO— BBC Politics (@BBCPolitics) September 16, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Lúxemborg Tengdar fréttir Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15
Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila