Í mánudagslúðri blaðanna kemur fram að spænsku stórliðin ætli að fara í kapphlaup um Virgil van Dijk en ekki bara hann heldur vilja þau einnig fá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.
Real Madrid og Barcelona hafa bæði sótt leikmenn til Liverpool í gegnum tíðina og hollenski miðvörðurinn gæti nú bæst í þann hóp. Klopp yrði aftur á móti fyrst knattspyrnustjóri Liverpool sem færi til Real Madrid eða Barcelona.
The back pages are full of every Liverpool fans' worst nightmare.
Gossip https://t.co/4dMl2JiIszpic.twitter.com/YzOHco1H4w
— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019
Spænska blaðið AS slær því upp að Real Madrid og Barcelona vilji bæði fá Virgil van Dijk og Jürgen Klopp og að þau séu bæði tilbúin að bjóða í þá risaupphæð.
Virgil van Dijk er 28 ára gamall og samningur hans við Liverpool rennur út 30. júní 2023 eða eftir tæp fjögur tímabil.
Samningur Jürgen Klopp rennur út sumarið 2022 en þýski stjórinn hefur haldið því opnu hvað taki við hjá honum þá.
Ni Zidane ni Valverde están viviendo sus mejores momentos y el nombre de Klopp empieza a sonar en los dos clubes
Tanto madridistas como azulgranas buscan un central de relevancia para las próximas temporadas y el que más gusta es Van Dijkhttps://t.co/VQ2kRlFc1w
— AS (@diarioas) September 16, 2019