Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2019 10:30 Töluvert hefur borið á bíræfnum hjólaþjófum í Vesturbænum síðustu misseri. Vísir/getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33
Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15
Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00