70 ára afmælishátíð Skógaskóla og Skógasafns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 19:30 Þórður Tómasson, fyrrverandi safnvörður í Skógasafni. Hann býr í Skógum er er 98 ára gamall, eldhress og ber aldurinn einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur
Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira