Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2019 18:45 Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira