Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 09:37 Planet Labs náði mynd af reiknum sem steig upp eftir sprenginguna í olíuvinnslustöðinni á einn gervihnatta sinna. ap/Planet Labs Inc Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44