Kaliforníumenn munu opna hlaupahjólaleigu Ari Brynjólfsson skrifar 14. september 2019 10:30 Einar hefur verið að prófa þetta hjól frá Go X og sýndi það fulltrúum borgarinnar í vikunni. Fréttablaðið „Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
„Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30
Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00