Hjólbörugöngunni að ljúka Sandra Guðrún Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Veðrið hefur leikið við Huga á göngunni. Hugi hefur verið á göngu frá því 5. júní og segir hann að ferðin hafi gengið mjög vel. „Þetta hafa verið 80 göngudagar og 22 hvíldardagar svo þetta eru 102 dagar samtals.“ Hvíldardagana nýtti Hugi í að þvo föt, versla aðeins og slappa af. „Reyndar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísafirði til Akureyrar svo fjögurra daga hvíld á Akureyri var þeim mun betri.“ Veðrið hefur heldur betur leikið við Huga á ferðalaginu. Hann segir að versta veðrið hafi fylgt haustinu, þegar það komu tvær vikur af rigningu. „En það var kannski bara sanngjarnt þar sem fyrstu vikurnar var mikil sól.“ Það sem stendur upp úr í ferðinni að sögn Huga eru dagarnir þar sem „mórall var hár“ og langar brekkur niður á við með endalausu útsýni. „En líka erfiðu og löngu dagarnir þar sem ég þurfti að halda mér gangandi með fáum og stuttum pásum. Oft vegna veðurs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eftir myrkur.“67 kílómetrar á 13 dögum Hann nefnir dæmi um það þegar hann labbaði frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur en það var lítið af gististöðum þar á milli. „Ég byrjaði sex kílómetrum fyrir utan Klaustur og labbaði 67 kílómetra til Víkur á 13 klukkustundum með þeirri aðferð að styðja mig við hjólbörurnar til að halda stöðugum 7-9 kílómetra gönguhraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyrir almyrkur. En ég var nokkuð búinn á því eftir það og náði varla 20 kílómetrum á átta klukkutímum daginn eftir.“ Hugi labbaði frá Reykjavík til Hveragerðis í gær, í dag geta vegfarendur rekist á hann á leið á Úlfljótsvatn og þaðan gengur hann á Þingvelli á morgun. „Ég ætla að reyna að taka sunnudaginn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“ segir Hugi. Hann segir að söfnunin fyrir Krabbameinsfélagið hafi ekki gengið alveg eins vel og hann bjóst við. „En það var áður en ég viss af arkaranum Evu og Veigu Grétarsdóttur sem var á kajak. Þær voru líka að styrkja góð málefni.“ Hugi segist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri milljón. „Það er nokkuð ágætt miðað við að bara eitt fyrirtæki hefur gefið styrk.“ Það er enn hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning númer: 0301-26-005035, kennitala: 700169-2789. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Hugi hefur verið á göngu frá því 5. júní og segir hann að ferðin hafi gengið mjög vel. „Þetta hafa verið 80 göngudagar og 22 hvíldardagar svo þetta eru 102 dagar samtals.“ Hvíldardagana nýtti Hugi í að þvo föt, versla aðeins og slappa af. „Reyndar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísafirði til Akureyrar svo fjögurra daga hvíld á Akureyri var þeim mun betri.“ Veðrið hefur heldur betur leikið við Huga á ferðalaginu. Hann segir að versta veðrið hafi fylgt haustinu, þegar það komu tvær vikur af rigningu. „En það var kannski bara sanngjarnt þar sem fyrstu vikurnar var mikil sól.“ Það sem stendur upp úr í ferðinni að sögn Huga eru dagarnir þar sem „mórall var hár“ og langar brekkur niður á við með endalausu útsýni. „En líka erfiðu og löngu dagarnir þar sem ég þurfti að halda mér gangandi með fáum og stuttum pásum. Oft vegna veðurs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eftir myrkur.“67 kílómetrar á 13 dögum Hann nefnir dæmi um það þegar hann labbaði frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur en það var lítið af gististöðum þar á milli. „Ég byrjaði sex kílómetrum fyrir utan Klaustur og labbaði 67 kílómetra til Víkur á 13 klukkustundum með þeirri aðferð að styðja mig við hjólbörurnar til að halda stöðugum 7-9 kílómetra gönguhraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyrir almyrkur. En ég var nokkuð búinn á því eftir það og náði varla 20 kílómetrum á átta klukkutímum daginn eftir.“ Hugi labbaði frá Reykjavík til Hveragerðis í gær, í dag geta vegfarendur rekist á hann á leið á Úlfljótsvatn og þaðan gengur hann á Þingvelli á morgun. „Ég ætla að reyna að taka sunnudaginn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“ segir Hugi. Hann segir að söfnunin fyrir Krabbameinsfélagið hafi ekki gengið alveg eins vel og hann bjóst við. „En það var áður en ég viss af arkaranum Evu og Veigu Grétarsdóttur sem var á kajak. Þær voru líka að styrkja góð málefni.“ Hugi segist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri milljón. „Það er nokkuð ágætt miðað við að bara eitt fyrirtæki hefur gefið styrk.“ Það er enn hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning númer: 0301-26-005035, kennitala: 700169-2789.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira