Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2019 12:15 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrir viku þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra. fréttablaðið/ernir Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér. Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira