Breytt umhverfismat Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. september 2019 07:00 Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun