Sneypuför Bandaríkjamanna til Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. september 2019 08:00 Bandaríkjamennirnir ganga hér niðurlútir af velli eftir tapið gegn Frakklandi í vikunni. Nordicphotos/GEtty Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira