Kristján Markús mætti ekki en neitar sök Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2019 10:08 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjórum árum þegar hann hlaut tæplega fimm ára fangelsisdóm. vísir/vilhelm Kristján Markús Sívarsson, sem ákærður er fyrir að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar með því að koma henni ekki undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega vegna kókaíneitrunar, mætti ekki fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar málið var þingfest. Þó kom fram í máli verjanda hans að hann muni neita sök. Verjandi fór fram á að þinghald í málinu yrði lokað og mun dómari taka afstöðu til þess fyrir milliþinghald í málinu sem verður 3. október næstkomandi. Konan lést þann 24. janúar 2018 og var maðurinn handtekinn daginn eftir að hún fannst látin. Konan var fjögurra barna móðir og átti þrjú barnanna með ákærða. Hún veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna alvarlegrar kókaíneitrunar. Móðir ákærða sagði í samtali við fréttastofu þegar hann var handtekinn í janúar 2018 að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Dómsmál Tengdar fréttir Dánarorsökin alvarleg kókaíneitrun Tæplega fertugur karlmaður þarf í næstu viku að taka afstöðu til ákæru um að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar miðvikudaginn 24. janúar 2018. 6. september 2019 13:58 Margdæmdur ofbeldismaður ákærður fyrir að koma ekki barnsmóður til bjargar Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. 2. september 2019 12:44 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Kristján Markús Sívarsson, sem ákærður er fyrir að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar með því að koma henni ekki undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega vegna kókaíneitrunar, mætti ekki fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar málið var þingfest. Þó kom fram í máli verjanda hans að hann muni neita sök. Verjandi fór fram á að þinghald í málinu yrði lokað og mun dómari taka afstöðu til þess fyrir milliþinghald í málinu sem verður 3. október næstkomandi. Konan lést þann 24. janúar 2018 og var maðurinn handtekinn daginn eftir að hún fannst látin. Konan var fjögurra barna móðir og átti þrjú barnanna með ákærða. Hún veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna alvarlegrar kókaíneitrunar. Móðir ákærða sagði í samtali við fréttastofu þegar hann var handtekinn í janúar 2018 að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar.
Dómsmál Tengdar fréttir Dánarorsökin alvarleg kókaíneitrun Tæplega fertugur karlmaður þarf í næstu viku að taka afstöðu til ákæru um að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar miðvikudaginn 24. janúar 2018. 6. september 2019 13:58 Margdæmdur ofbeldismaður ákærður fyrir að koma ekki barnsmóður til bjargar Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. 2. september 2019 12:44 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Dánarorsökin alvarleg kókaíneitrun Tæplega fertugur karlmaður þarf í næstu viku að taka afstöðu til ákæru um að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar miðvikudaginn 24. janúar 2018. 6. september 2019 13:58
Margdæmdur ofbeldismaður ákærður fyrir að koma ekki barnsmóður til bjargar Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. 2. september 2019 12:44