Mikilvægt að tekjur skerðist ekki Ari Brynjólfsson skrifar 12. september 2019 08:15 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. „Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira