Tók myndirnar sem sönnunargögn fyrir lögregluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2019 12:52 Myndirnar sem Nora tók af ferðamanninum við Skógafoss á mánudag. Mynd/Nora McMahon Bandarískur ferðamaður, sem tók myndir af fáklæddum ferðamanni í háskaleik við Skógafoss á mánudagskvöld, segist hafa tekið myndirnar ef ske kynni að hún þyrfti að reiða þær fram sem sönnunargögn fyrir lögreglu. Lögregla segir að ekki sé hægt að aðhafast neitt í málinu, þó að hegðun ferðamannsins sé vissulega fráleit. Nora McMahon er þessa dagana á ferðalagi um Ísland ásamt eiginmanni sínum. Hún birti myndir sínar af ferðamanninum, þar sem hann sést ber að ofan á stuttbuxum við brún Skógafoss, í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Færsla Noru McMahon vakti mikla athygli og umtal í Facebook-hópnum Iceland QandA.Skjáskot/FacebookSnögg að grípa í myndavélina Nora segir í samskiptum við Vísi að þau hjónin hafi stoppað við Skógafoss í fyrradag og gengið sem leið lá upp tröppurnar meðfram fossinum til að komast á útsýnispallinn sem er þar fyrir ofan. Það var þá sem þau komu auga á ofurhugann, sem Nora telur að hafi verið að reyna að ná áhrifamikilli Instagram-mynd. „[…] og þegar ég leit niður sá ég þennan unga mann ganga út í fossinn. Ég var fljót að taka myndirnar vegna þess að ég hef heyrt af svo mörgum ungum ferðamönnum sem koma hingað og vanvirða náttúrulegu fegurðina og höftin sem hefur verið komið á,“ segir Nora. „Og ég hugsaði að ef þessi gaur kæmist lífs af biðu e.t.v. lögregluþjónar eftir honum við tröppurnar, og þá hefði ég í það minnsta sönnunargögn fyrir þá.“ „Hvað í veröldinni er þessi gaur að gera?“ Þá lýsir Nora því að á útsýnispallinum hafi verið fjölskylda sem einnig fylgdist með áhættuatriði mannsins. Hún segir að tilfinningar móðurinnar hafi endurspeglað sínar eigin – báðar hafi þær verið hræddar og pirraðar á atvikinu. „Almenna viðhorfið virtist vera: „Hvað í veröldinni er þessi gaur að gera?“ Ég þurfti að snúa mér undan fossinum vegna þess að ég var logandi hrædd um að ég þyrfti að fylgjast með honum hrapa og deyja.“ Maðurinn hafi þó á endanum komist klakklaust til baka upp á árbakkann. Þar hafi maðurinn hitt fyrir tvo vini sína sem munduðu myndavélar og þeir svo hlaupið niður tröppurnar meðfram Skógafossi. „Ég hef heyrt af því hversu margir „áhrifavaldar“ koma til landsins og finnast þeir eiga tilkall til þess sem hér er en ég hafði ekki hugmynd um það hversu klikkað þetta er. Mér finnst magnað að Íslendingar þurfi að umbera hegðun af þessu tagi og mér þykir fyrir því hversu mörg ykkar glíma nú við afleiðingarnar,“ segir Nora.Sjá einnig: BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest deili á ferðamanninum í fossinum. Þá er ekki vitað hvort hann teljist áhrifavaldur, eða hvort hann hafi farið út í fossinn í erindagjörðum tengdum slíkum störfum. Þó er ljóst að Ísland er vinsæll áfangastaður áhrifavalda. Vaxandi vinsældir landsins á samfélagsmiðlum hafa raunar ítrekað ratað í heimsmiðlana. Síðast í júní fjallaði breska ríkisútvarpið BBC um megna óánægju Íslendinga með ágang áhrifavalda á náttúru landsins. Í því samhengi var sérstaklega fjallað um heimsókn rússnesku Instagram-stjörnunnar Alexander Tikhomirov, sem í júní gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Málið vakti mikla reiði hér á landi en Tikhomirov var gert að greiða 450 þúsund króna sekt vegna utnavegaakstursins.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillVerður ekki lögreglumál þó að hegðunin sé fráleit Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að málið hafi ekki komið inn á borð lögreglu í umdæminu. Þá telur hann ólíklegt að lögregla gæti yfir höfuð aðhafst nokkuð í málinu. Vissulega séu almenn tilmæli til fólks á staðnum að halda sig á merktum göngustígum en ekkert stöðvi þó vegfarendur í því að fara út fyrir alfaraleið. „Það er engin lagarammi sem stöðvar þig í því, svo lengi sem þú veldur ekki tjóni. Þetta verður ekki lögreglumál þótt þetta sé auðvitað fráleit hegðun.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. 10. september 2019 11:43 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Bandarískur ferðamaður, sem tók myndir af fáklæddum ferðamanni í háskaleik við Skógafoss á mánudagskvöld, segist hafa tekið myndirnar ef ske kynni að hún þyrfti að reiða þær fram sem sönnunargögn fyrir lögreglu. Lögregla segir að ekki sé hægt að aðhafast neitt í málinu, þó að hegðun ferðamannsins sé vissulega fráleit. Nora McMahon er þessa dagana á ferðalagi um Ísland ásamt eiginmanni sínum. Hún birti myndir sínar af ferðamanninum, þar sem hann sést ber að ofan á stuttbuxum við brún Skógafoss, í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Færsla Noru McMahon vakti mikla athygli og umtal í Facebook-hópnum Iceland QandA.Skjáskot/FacebookSnögg að grípa í myndavélina Nora segir í samskiptum við Vísi að þau hjónin hafi stoppað við Skógafoss í fyrradag og gengið sem leið lá upp tröppurnar meðfram fossinum til að komast á útsýnispallinn sem er þar fyrir ofan. Það var þá sem þau komu auga á ofurhugann, sem Nora telur að hafi verið að reyna að ná áhrifamikilli Instagram-mynd. „[…] og þegar ég leit niður sá ég þennan unga mann ganga út í fossinn. Ég var fljót að taka myndirnar vegna þess að ég hef heyrt af svo mörgum ungum ferðamönnum sem koma hingað og vanvirða náttúrulegu fegurðina og höftin sem hefur verið komið á,“ segir Nora. „Og ég hugsaði að ef þessi gaur kæmist lífs af biðu e.t.v. lögregluþjónar eftir honum við tröppurnar, og þá hefði ég í það minnsta sönnunargögn fyrir þá.“ „Hvað í veröldinni er þessi gaur að gera?“ Þá lýsir Nora því að á útsýnispallinum hafi verið fjölskylda sem einnig fylgdist með áhættuatriði mannsins. Hún segir að tilfinningar móðurinnar hafi endurspeglað sínar eigin – báðar hafi þær verið hræddar og pirraðar á atvikinu. „Almenna viðhorfið virtist vera: „Hvað í veröldinni er þessi gaur að gera?“ Ég þurfti að snúa mér undan fossinum vegna þess að ég var logandi hrædd um að ég þyrfti að fylgjast með honum hrapa og deyja.“ Maðurinn hafi þó á endanum komist klakklaust til baka upp á árbakkann. Þar hafi maðurinn hitt fyrir tvo vini sína sem munduðu myndavélar og þeir svo hlaupið niður tröppurnar meðfram Skógafossi. „Ég hef heyrt af því hversu margir „áhrifavaldar“ koma til landsins og finnast þeir eiga tilkall til þess sem hér er en ég hafði ekki hugmynd um það hversu klikkað þetta er. Mér finnst magnað að Íslendingar þurfi að umbera hegðun af þessu tagi og mér þykir fyrir því hversu mörg ykkar glíma nú við afleiðingarnar,“ segir Nora.Sjá einnig: BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest deili á ferðamanninum í fossinum. Þá er ekki vitað hvort hann teljist áhrifavaldur, eða hvort hann hafi farið út í fossinn í erindagjörðum tengdum slíkum störfum. Þó er ljóst að Ísland er vinsæll áfangastaður áhrifavalda. Vaxandi vinsældir landsins á samfélagsmiðlum hafa raunar ítrekað ratað í heimsmiðlana. Síðast í júní fjallaði breska ríkisútvarpið BBC um megna óánægju Íslendinga með ágang áhrifavalda á náttúru landsins. Í því samhengi var sérstaklega fjallað um heimsókn rússnesku Instagram-stjörnunnar Alexander Tikhomirov, sem í júní gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Málið vakti mikla reiði hér á landi en Tikhomirov var gert að greiða 450 þúsund króna sekt vegna utnavegaakstursins.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillVerður ekki lögreglumál þó að hegðunin sé fráleit Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að málið hafi ekki komið inn á borð lögreglu í umdæminu. Þá telur hann ólíklegt að lögregla gæti yfir höfuð aðhafst nokkuð í málinu. Vissulega séu almenn tilmæli til fólks á staðnum að halda sig á merktum göngustígum en ekkert stöðvi þó vegfarendur í því að fara út fyrir alfaraleið. „Það er engin lagarammi sem stöðvar þig í því, svo lengi sem þú veldur ekki tjóni. Þetta verður ekki lögreglumál þótt þetta sé auðvitað fráleit hegðun.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. 10. september 2019 11:43 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. 10. september 2019 11:43