Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað marka Íslands í tapinu fyrir Albaníu, 4-2, í Elbasan í undankeppni EM 2020 í gær.
Þetta var þriðji leikur Gylfa með íslenska landsliðinu í Albaníu og hann hefur skorað í þeim öllum.
Gylfi skoraði sigurmark Íslands með skoti beint úr aukaspyrnu í 1-2 sigri á Albaníu í undankeppni HM 12. október 2012. Það var hans annað landsliðsmark.
Þann 24. mars 2017 vann Ísland Kósóvó, 1-2, í Albaníu í undankeppni HM. Gylfi kom Íslendingum í 0-2 með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Tíu mínútum áður hafði Björn Bergmann Sigurðarson komið Íslandi yfir þegar hann fylgdi eftir skoti Gylfa sem markvörður Kósóvó varði.
Gylfi skoraði svo í þriðju heimsókn íslenska landsliðsins til Albaníu í gær. Hann jafnaði í 1-1 í upphafi seinni hálfleiks.
Þetta var 21. landsliðsmark Gylfa. Þrjú þeirra, eða 14%, hafa komið í Albaníu. Honum hefur hins vegar ekki tekist að skora í tveimur leikjum gegn Albaníu á Laugardalsvelli.
Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen (26) og Kolbeinn Sigþórsson (25) hafa skorað fleiri mörk fyrir íslenska landsliðið en Gylfi.
Gylfi skorað í öllum þremur leikjum sínum í Albaníu

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM
Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2.

Gylfi: Ekki búið fyrr en í nóvember
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í kvöld er Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu ytra.

Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig
Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020.

Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður
Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu.