Vilja auðvelda flutning milli verðbréfamiðstöðva Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. september 2019 08:45 Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. Fréttablaðið/Anton Brink Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira