Forseti Íslands hvetur þingheim til hugrekkis og forðast að ala á ótta Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 21:30 Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi. Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi.
Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45
Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30
Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15