Erlent

Netanyahu heitir því að inn­lima Vestur­bakkann

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Netanyahu segist ætla að innlima Vesturbakkann inn í Ísraelsríki.
Netanyahu segist ætla að innlima Vesturbakkann inn í Ísraelsríki. getty/Lior Mizrahi
Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. Hann var staddur þar á framboðsfundi. 



Fyrr í dag hét hét hann því að hann muni innlima hluta Vesturbakkans, við landamæri Jórdaníu, ef hann hlýtur endurkjör í næstu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.



Netanyahu segist ætla að tryggja fullveldi Ísrael yfir Jórdandalnum og norðurhluta Dauða hafsins.

Innlimun yrði mjög líklega vinsæl meðal hægri flokka, sem hann þarf að treysta á til að mynda ríkisstjórn, en myndi verða harðlega mótmælt af Palestínumönnum.

Vesturbakkinn hefur verið hernuminn af Ísraelsríki síðan árið 1967 en var þó ekki innlimaður inn í ríkið.

Loforð Netanyahu, sem er leiðtogi hægri flokksins Likud, er gefið aðeins viku fyrir kosningar til þings sem haldnar verða á þriðjudaginn næstkomandi. Samkvæmt skoðanakönnunum í Ísrael er mjótt á munum á milli Likud og Bláa og hvíta flokksins og gæti því reynst erfitt að mynda nýja ríkisstjórn.

Palestínumenn hafa lýst því yfir að Vesturbakkinn verði í framtíðinni sjálfstætt ríki en Netanyahu hefur ítrekað sagt að Ísraelsríki muni halda til í dalnum vegna öryggisráðstafana.

Ísraelsríki hernam Vesturbakkann, austurhluta Jerúsalem, Gaza og sýrlensku Gólan hæðirnar á meðan á stríðinu stóð árið 1967. Austurhluti Jerúsalem var innlimaður í ríkið árið 1980 og Gólanhæðirnar árið 1981 þrátt fyrir að hvorug innlimunin hafi verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu í áratugi.

Síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tók við hafa bæði austurhluti Jerúsalem og Gólanhæðir verið viðurkennd sem hluti af Ísraelsríki af Bandaríkjastjórn, sem er andstætt öllum fyrri stefnum Bandaríkjanna.

Á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem eru meira en 140 ísraelskar landnemabyggðir sem eru ólöglegar undir alþjóðalögum en Ísraelsríki segir það rangt.

Meira en 600 þúsund gyðingar búa í landnemabyggðunum en Palestínumenn vilja þá burt.

Netanyahu tilkynnti það einnig að friðarsamningur á milli Palestínu og Ísrael, sem Bandaríkjastjórn setti saman og Trump kallar „Samning aldarinnar,“ muni líklegast vera birtur innan fárra daga.

Palestínumenn hafa þegar hafnað friðarsamningnum og hafa sakað Bandaríkin um að vera hliðholl Ísrael.


Tengdar fréttir

Bandaríkin áfram sterkur bandamaður

Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann þakkar eiginkonu sinni það að vera nú í sporum sendiherra. Hann ítrekar að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Íslandi á grundvelli varnarsamningsins standi óhagga

Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna

Rashida Tlaib, bandarísk þingkona demókrata, fær að heimsækja Ísrael svo hún geti hitt ættingja sína í Palestínu. Ísraelar ætla enn að banna annarri bandarískri þingkonu að koma til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×