Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi af hálfu lögreglunnar á Vestfjörðum og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ekki eru frekari upplýsingar veittar en þær að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum eftir að hún kom út úr Bolungarvíkurgöngum. Hafnaði hún á ljósastaur og valt í það minnsta eina veltu.
Ökumaður var í bílnum auk tveggja farþega.