Bjóða áskrift að hjóli í borginni á 3500 krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2019 11:06 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar komu hjólanna. Reykjavíkurborg Í morgun hóf ný deilihjólaleiga starfsemi í Reykjavík og var henni hleypt af stokkunum við eina af rúmlega 40 stöðvum sem notendur geta sótt eða skilað hjólum. Hægt verður með appi að sjá laus hjól. Deilihjólaleigan verður notendum að kostnaðarlausu fyrstu vikuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hundrað hjól verða til reiðu fyrst í stað og fengu borgarstjóri, forseti borgarstjórnar, formaður skipulags- og samgönguráðs og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs að prófa fyrstu hjólin.Bros á hverju andliti í rigningunni við Hlemm í morgun.ReykjavíkurborgDeilihjólaleigan er rekin undir merkjum Donkey Republic sem býður hjól í mörgum borgum og geta notendur pantað hjól með appi í síma. Kerfið á Íslandi er rekið af fyrirtækinu Framúrskarandi ehf. samkvæmt þjónustusamningi við borgina. Þjónustan er hönnuð fyrir borgarbúa en hægt verður að fá hjól í áskrift fyrir 3.500kr. á mánuði og ársáskrift fyrir 30 þús. kr. Stöðvarnar sem verða víða um miðborgina eru venjulegir hjólabogar og hjólin venjuleg götuhjól.Hjólin við Hlemm.Reykjavíkurborg„Við trúum því að hjólreiðar og aðrar örflæðilausnir séu framtíð almenningssamgangna,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, verkefnastjóri. „Hjólreiðar munu minnka umferðaröngþveiti, eru umhverfisvænni og gera manni kleift að stunda líkamsrækt á meðan maður ferðast“.Að neðan má sjá skjáskot úr appinu þar sem sjá má staðsetningar hjólastöðvanna.Appelsínugulu hringirnir sýna staðsetningar í borginni þar sem hægt er að grípa og skila hjóli.Donkey Republic Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Í morgun hóf ný deilihjólaleiga starfsemi í Reykjavík og var henni hleypt af stokkunum við eina af rúmlega 40 stöðvum sem notendur geta sótt eða skilað hjólum. Hægt verður með appi að sjá laus hjól. Deilihjólaleigan verður notendum að kostnaðarlausu fyrstu vikuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hundrað hjól verða til reiðu fyrst í stað og fengu borgarstjóri, forseti borgarstjórnar, formaður skipulags- og samgönguráðs og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs að prófa fyrstu hjólin.Bros á hverju andliti í rigningunni við Hlemm í morgun.ReykjavíkurborgDeilihjólaleigan er rekin undir merkjum Donkey Republic sem býður hjól í mörgum borgum og geta notendur pantað hjól með appi í síma. Kerfið á Íslandi er rekið af fyrirtækinu Framúrskarandi ehf. samkvæmt þjónustusamningi við borgina. Þjónustan er hönnuð fyrir borgarbúa en hægt verður að fá hjól í áskrift fyrir 3.500kr. á mánuði og ársáskrift fyrir 30 þús. kr. Stöðvarnar sem verða víða um miðborgina eru venjulegir hjólabogar og hjólin venjuleg götuhjól.Hjólin við Hlemm.Reykjavíkurborg„Við trúum því að hjólreiðar og aðrar örflæðilausnir séu framtíð almenningssamgangna,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, verkefnastjóri. „Hjólreiðar munu minnka umferðaröngþveiti, eru umhverfisvænni og gera manni kleift að stunda líkamsrækt á meðan maður ferðast“.Að neðan má sjá skjáskot úr appinu þar sem sjá má staðsetningar hjólastöðvanna.Appelsínugulu hringirnir sýna staðsetningar í borginni þar sem hægt er að grípa og skila hjóli.Donkey Republic
Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira