Verðmunur á nýjum og gömlum íbúðum kominn niður í níu prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 08:31 Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Þetta er fyrsta lækkun á hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010 en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða jafnframt úr 30% niður í 9% á árunum 2014 til 2018, sem í skýrslunni er sagt gefa til kynna „minnkandi arðsemi.“ Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bendi allt saman til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu sex mánuðum lækkað lítillega frá því í byrjun árs, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru sagðar nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár. Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Viðsnúningur íbúðalána Eftir að hafa fækkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði íbúðalánum í maí, júní og júlí. „Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var tekinn á föstum vöxtum.“ Skýrslu Íbúðalánasjóðs má lesa í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Þetta er fyrsta lækkun á hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010 en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða jafnframt úr 30% niður í 9% á árunum 2014 til 2018, sem í skýrslunni er sagt gefa til kynna „minnkandi arðsemi.“ Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bendi allt saman til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu sex mánuðum lækkað lítillega frá því í byrjun árs, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru sagðar nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár. Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Viðsnúningur íbúðalána Eftir að hafa fækkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði íbúðalánum í maí, júní og júlí. „Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var tekinn á föstum vöxtum.“ Skýrslu Íbúðalánasjóðs má lesa í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira