Framsókn er komin í erfiða stöðu Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2019 06:15 Umræðan um orkupakkann virðist ekki hafa áhrif á stóru myndina í íslenskum stjórnmálum. Viðreisn, Píratar og Samfylking hafa unnið með ágætum saman í stjórnarandstöðu og er líklegt að þessir flokkar reyni stjórnarsamstarf með öðrum flokkum eftir næstu kosningar. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm flokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Því má segja að stuðningsmenn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar flokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylkingu, Vinstri græn, Miðflokk, Viðreisn og Pírata að flokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk flokkanna gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveimur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreifist mjög jafnt milli margra flokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjörtímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknarflokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokksins gríðarlega þegar aldur er skoðaður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðflokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm flokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Því má segja að stuðningsmenn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar flokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylkingu, Vinstri græn, Miðflokk, Viðreisn og Pírata að flokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk flokkanna gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveimur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreifist mjög jafnt milli margra flokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjörtímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknarflokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokksins gríðarlega þegar aldur er skoðaður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðflokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira